
Veitingastaðurinn Spíran er staðsettur í Garðheimum við Álfabakka 6 í Reykjavík. Hann er fjölskylduvænn bistró-staður sem leggur áherslu á hollan og góðan mat, gerðan frá grunni úr gæða hráefni.
Í hádeginu alla virka daga er boðið upp á fjölbreyttan matseðil, kaffi og bakkelsi fram eftir degi, og kvöldmat frá kl. 17:00 til 20:00. Um helgar er opið frá kl. 11:00 til 17:00.
Matseðillinn er breytilegur sem þýðir að það er alltaf eitthvað nýtt og ferskt í matinn á hverjum degi.
Þú getur valið þér einn af réttum dagsins í hádeginu eða á kvöldin og fylgir súpa dagsins með ásamt uppáhelltu kaffi ef borðað er á staðnum.
Einnig bjóðum við upp á vöfflur, kökur og ýmislegt bakkelsi sem er lagað á staðnum.